Jack Grealish leikmaður Manchester City hefur gert einn stærsta skó samning í sögu fótboltans, aðeins stærstu nöfn fótboltans hafa þénað meira.
Grealish skrifaði í gær undir samning við Puma en hann hafði áður verið samningsbundinn Nike.
Grealish fær 10 milljónir punda á ári fyrir að klæðast takkaskóm Puma og vera í fatnaði þeirra við og við
Aðeins Neymar, Cristiano Ronaldo, Lionel Messi og Kylian Mbappe hafa gert stærri samninga en þetta. Líklega mun þó Erling Haaland trompa hinn geðþekka Grealish á næstunni, Nike er að ganga frá samningi við hann.
Grealish fær 1,7 milljarð króna á ári fyrir að leika í skóm Puma en fyrirtækið hefur verið í mikilli sókn á undanförnum árum.