fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Öll sund virðast lokuð fyrir Eddu – Hæstiréttur hafnaði beiðni hennar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 7. mars 2023 19:30

Edda Björk Arnardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edda Björk Arnardóttir, sem flutti þrjá syni sína með einkaflugvél til Íslands frá Noregi í fyrra, í óþökk föður þeirra, hefur nú fullreynt alla kosti sína innan íslenska réttarkerfisins, eftir að Hæstiréttur hafnaði málskotsbeiðni hennar. Faðir drengjanna í Noregi fer með forræði þeirra.

Fyrir rúmlega mánuði síðan staðfesti Landsréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um synirnir skuli teknir úr umsjá Eddu og þeim komið til föður þeirra í Noregi. Edda skaut málinu til Hæstaréttar sem neitar að taka það fyrir.

Í ákvörðun Hæstaréttar kemur fram að Edda telji að málið varði mikilsverða almannahagsmuni og hafi fordæmisgildi fyrir önnur mál sem höfðuð eru á grundvelli laga um viðurkenningu og fullnustu erlendra ákvarðana um forsjá barna, afhendingu brottnuminna barna o.fl. Einnig hafi dómur í málinu fordæmisgildi um vernd fjölskyldusameiningar á grundvelli mannréttindasáttmála Evrópu. Ennfremur byggir Edda umsókn sína á því að úrskurður Landsréttar sé bersýnilega rangur og brjóti í bága við dómafordæmi Landsréttar og Mannréttindadómstóls Evrópu.

Hæstiréttur fellst ekki á þetta og segir:

„Að virtum gögnum málsins verður ekki talið að það hafi slíkt fordæmisgildi að fullnægt sé skilyrðum 2. málsliðar 2. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991. Jafnframt eru ekki efni til að beita heimild 3. málsliðar 2. mgr. sömu lagagreinar í málinu á grundvelli þess að úrskurður Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til. Enda þótt málið varði mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðanda háttar svo almennt til í málum sem lúta að málefnum barna. Beiðninni er því hafnað.“

Edda Björk vildi ekki tjá sig um málið er DV leitaði eftir því en sagði yfirlýsingar að vænta frá henni.

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“
Fréttir
Í gær

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti