Victor Osimhen framherji Napoli er á óskalista Mikel Arteta í sumar ef marka má erlenda fjölmiðla þessa dagana.
Framherjinn öflugi hefur raðað inn mörkum fyrir Napoli í vetur en er til í nýja áskorun.
Eflaust upplifir Gabriel Jesus þetta sem kaldar kveðjur en framherjinn frá Brasilíu gæti misst sæti sitt í byrjunarliðinu með komu Osimhen.
Ensk blöð hafa svo fjallað ítarlega um áhuga Arsenal á Declan Rice miðjumanni West Ham sem vill fara frá Hömrunum í sumar.
Takist Arteta að kaupa þessa tvo lykilmenn gæti byrjunarlið Arsenal orðið svona á næstu leiktíð.