Það er nokkuð ljóst að Manchester United ætlar sér að eyða peningum í nýjan framherja í sumar.
Nokkur stór nöfn hafa verið orðuð við félagið. Þar ber hæst að nefna þá Harry Kane og Victor Osimhen.
Osimhen, sem hefur raðað inn mörkum fyrir Napoli, hefur undanfarna daga verið orðaður við United. Þá greindi enska götublaðið The Sun frá því í morgun að æðstu menn á Old Trafford væru bjartsýnir á að fá Kane ef Tottenham mistekst að ná Meistaradeildarsæti.
Blaðið tók sömuleiðis saman tölfræði Kane og Osimhen. Þar er talið frá upphafi síðustu leiktíðar.
Um áhugverðan samanburð er að ræða. Það má sjá að Osimhen skorar með reglulegra millibili en Kane býr hins vegar meira til fyrir liðsfélaga sína.