Tony Johnson stuðningsmaður Blackpool lést á spítala í gær eftir að hafa orðið fyrir árás. Talið er að hann hafi lent í átökum við stuðningsmenn Burnley og verið myrtur. Unnusta hans syrgir hann með færslu á samfélagsmiðlum.
Johnson hafði skellt sér á markalaust jafntefli Blackpool og Burnley í Championship deildinni á laugardag.
33 ára karlamður er í haldi lögreglu og er grunaður um að hafa veitt Johnson áverkana sem leiddu til andlátsins.
„Tony var elskaður faðir, sonur og frændi en að auki átti hann marga góða vini,“ sagði unnusta hans.
„Við öll sem fjölskylda erum niðurbrotin og líf okkar verður aldrei eins.“
Hún hrósar starfsfólki á sjúkrahúsinu fyrir alla þá aðstöð sem Tony fékk þegar hann barðist fyrir lífi sínu.
„Ég vil líka þakka öllum fyrir að hafa samband en við viljum fá frið á þessum erfiðu tímum. Hans verður saknað enda herramaður, við munum halda gleðinni og gleðskapnum áfram. Það hefði hann viljað.“
„Hvíldu í friði ástin mín, draumarnir lifa,“ skrifar hún að lokum en ensk blöð greina ekki frá nafni hennar.