fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
433Sport

Afhjúpa athyglisverð smáatriði í samningi Neymar – Má ekki tala illa um vinnuveitendur sína

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. mars 2023 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilíska stórstjarnan Neymar þénar ansi vel hjá Paris Saint-Germain.

Hann gekk í raðir PSG frá Barcelona árið 2017 fyrir 200 milljónir punda og varð þar með dýrasti leikmaður sögunnar.

Nú hefur spænska blaðið El Mundo birt áhugaverð smáatriði í samningi Neymar hjá PSG.

Þar kemur fram að leikmaðurinn þéni rúmlega 540 þúsund evrur, um 81 milljón íslenskra króna, á mánuði fyrir að vera kurteis, stundvís, vingjarnlegur og opinn fyrir því að ræða við aðdáendur.

Þá greinir blaðið einnig frá því að samkvæmt samningi Neymar megi hann ekki gagnrýna taktískt upplegg PSG og að hann eigi að forðast það að viðhafa neikvæð ummæli um félagið og þá sem þar starfa.

Það var greint frá því í gær að Neymar þyrfti að fara í aðgerð og að hann missi af 3-4 mánuðum með PSG.

Brasilíumaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli á ökkla og þarf hann að fara undir hnífinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Aðeins Guardiola og Klopp gert betur

Aðeins Guardiola og Klopp gert betur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Birgir lenti í ótrúlegri uppákomu í heimsókn sinni til Argentínu – „Mér fannst þetta galið“

Birgir lenti í ótrúlegri uppákomu í heimsókn sinni til Argentínu – „Mér fannst þetta galið“
433Sport
Í gær

Geir minnist Ellerts sem lést á dögunum með fallegum orðum – „Bað menn ekki tvisvar um sama verkið en tók neitun góða og gilda“

Geir minnist Ellerts sem lést á dögunum með fallegum orðum – „Bað menn ekki tvisvar um sama verkið en tók neitun góða og gilda“
433Sport
Í gær

Þetta segja vinir Ronaldo við hann nú þegar hann fagnar fertugsafmæli sínu í dag

Þetta segja vinir Ronaldo við hann nú þegar hann fagnar fertugsafmæli sínu í dag