Einbýlishús á Álftanesi er komið í sölu á fasteignavef DV.
Um er að ræða 187,2 fm eign, á þremur hæðum, sem byggð var árið 1883.
Húsið Breiðabólstaðir er eitt elsta húsið á Álftanesi sem búið er í. Húsið hefur fengið gott viðhald í gegnum tíðina og nánast allt verið endurnýjað á smekklegan hátt í takt við húsið. Hægt er að sækja um endurgreiðslu á viðhaldi frá Minjastofnun en ytra byrði hússins er friðlýst.
Komið er inn á miðhæð hússins sem skiptist í forstofu baðherbergi, eldhús sem er opið inn í borðstofu/stofu og herbergi/skrifstofa. Á efri hæð er gott rými sem hefur verið skipt upp með léttum veggjum, hjónaherbergi og herbergi sem hefur verið skipt í tvennt. Kjallari húsins er opið rými í dag og þvottahús/geymsla en möguleiki á að loka og gera svefnherbergi.
Aukaíbúð er í bíslagi hússins sem skilar leigutekjum. Hún skiptist í borðstofu, baðherbergi með salerni og sturtu og á efri hæð er svefnherbergi.
Í sögu um húsið segir meðal annars: Húsið Breiðabólsstaðir er byggt 1883 af Birni Guðmundssyni steinsmið. Á vertíðum voru fjörutíu manns í húsi þessu. Húsið var byggt úr klofnu og höggnu grjóti sem tekið var víðsvegar í landareigninni ásamt afgangsgrjóti úr Alþingishúsinu sem var reist nokkrum árum fyrr. Grjótið var klofið þar sem það var og allt borið heim á tveggja fjögurra manna börum en höggvið og lagað betur heima.
Þú getur lesið nánar um eignina og skoðað fleiri myndir á fasteignavef DV.