fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
433Sport

Alfreð ræðir landsliðið og opnar sig um vandamál sitt síðustu ár

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. mars 2023 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfreð Finnbogason er klár í undankeppni Evrópumótsins með íslenska karlalandsliðinu, fái hann kallið. Hann segir spennandi tíma framundan hjá liðinu.

Hinn 34 ára gamli Alfreð er í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið í dag, þar sem hann tjáir sig meðal annars um landsliðið.

Ísland hefur leik í undankeppni EM 2024 í lok mánaðar. Liðið mætir Bosníu og Hersegóvínu ytra þann 23. mars. Þremur dögum síðar heimsækja Strákarnir okkar Liechtenstein.

„Vanda­málið síðustu ár varðandi lands­liðið hefur verið mín meiðsla­saga, ég hef ekki verið heill heilsu fyrir lands­liðs­verk­efnin. Ég sneri aftur í lands­liðið í septem­ber á síðasta ári, það var gríðar­lega gaman þó svo að það væri eins og ég væri að koma inn í nýtt lið. Það voru margir nýir leik­menn og margt sem hafði breyst frá því síðast,“ segir Alfreð, en mikil kynslóðaskipti hafa orðið á íslenska karlalandsliðinu.

„Það eru bara virki­lega spennandi tímar fram undan hjá lands­liðinu, auð­vitað er mikill munur á yngstu og elstu leik­mönnum en ég held að þetta sé blanda sem geti orðið til þess að góðir hlutir gerist. Ég er mjög spenntur fyrir næstu lands­leikjum sem og lands­leikja­árinu fram undan.“

Alfreð telur möguleika Íslands á að komast í lokakeppni EM vera til staðar.

„Það eru mögu­leikar í stöðunni. Það eru bara tíu leikir í þessari undan­keppni og þetta mun ráðast á smá­at­riðum, eitt mark til eða frá í mikil­vægum leikjum getur orðið rosa­lega dýrt á endanum. Þess vegna er þessi fyrsti leikur í keppninni gríðar­lega mikil­vægur, án þess þó að ég sé að ýkja það eitt­hvað rosa­lega mikið.

Grunnurinn er sá sami og alltaf. Við verðum að vinna okkar heima­leiki, fá sem flest stig þar og reyna að kroppa í sem flest stig á úti­velli.“

Viðtal Alfreðs við Fréttablaðið í heild

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Piers Morgan öskuillur – „Þarf að hætta að koma með afsakanir og taka ábyrgð“

Piers Morgan öskuillur – „Þarf að hætta að koma með afsakanir og taka ábyrgð“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Danski markvörðurinn skrifar undir í Hafnarfirði

Danski markvörðurinn skrifar undir í Hafnarfirði
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Manchester United gefur út yfirlýsingu

Manchester United gefur út yfirlýsingu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Æskudraumur rættist hjá Víkingi Heiðari í gær – „Þetta var yndislegt kvöld“

Æskudraumur rættist hjá Víkingi Heiðari í gær – „Þetta var yndislegt kvöld“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Höskuldur og Björgvin Páll blanda sér í umræðuna um Brynjar Karl: „Ráðlegg fólki að minnka hlutdeild tímaveru sinnar í lágkúrulegri samfélagsumræðu fésbókarinnar“

Höskuldur og Björgvin Páll blanda sér í umræðuna um Brynjar Karl: „Ráðlegg fólki að minnka hlutdeild tímaveru sinnar í lágkúrulegri samfélagsumræðu fésbókarinnar“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þetta er sagður draumur Amorim fyrir næstu leiktíð – Fjórir leikmenn yrðu þá keyptir í byrjunarliðið

Þetta er sagður draumur Amorim fyrir næstu leiktíð – Fjórir leikmenn yrðu þá keyptir í byrjunarliðið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Newcastle bókaði farmiðann á Wembley með því að ganga frá Arsenal

Newcastle bókaði farmiðann á Wembley með því að ganga frá Arsenal