Brentford tók á móti Fulham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Heimamenn fóru frábærlega af stað og skoraði Ethan Pinnock strax á 6. mínútu leiksins.
Brentford var betri aðilinn upp frá þessu en Fulham var meira með boltann. Það voru þó gestirnir sem jöfnuðu þegar Manor Salomon kom boltanum í netið á 39. mínútu.
Staðan í hálfleik var 1-1.
Brentford fékk vítaspyrnu á fyrstu mínútum seinni hálfleiks. Ivan Toney fór á punktinn og skoraði úr spyrnunni, eins og honum einum er lagið.
Staðan var 2-1 allt þar til á 85. mínútu. Þá skoraði Daninn Mathias Jensen og kom Brentford í 3-1.
Carlos Vinicius átti eftir að minnka muninn fyrir Fulham. Þar mátti setja spurningamerki við David Raya í marki Brentford.
Lokatölur urðu 3-2 fyrir heimamenn í Brentford.
Með sigrinum styrkir Brentford stöðu sína í níunda sæti og er nú fjórum stigum á undan Chelsea. Fulham er með stigi meira en hefur þó spilað tveimur leikjum meira.