fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
433Sport

Verðskuldaður sigur Brentford í Lundúnaslagnum

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 6. mars 2023 22:02

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brentford tók á móti Fulham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Heimamenn fóru frábærlega af stað og skoraði Ethan Pinnock strax á 6. mínútu leiksins.

Brentford var betri aðilinn upp frá þessu en Fulham var meira með boltann. Það voru þó gestirnir sem jöfnuðu þegar Manor Salomon kom boltanum í netið á 39. mínútu.

Staðan í hálfleik var 1-1.

Brentford fékk vítaspyrnu á fyrstu mínútum seinni hálfleiks. Ivan Toney fór á punktinn og skoraði úr spyrnunni, eins og honum einum er lagið.

Staðan var 2-1 allt þar til á 85. mínútu. Þá skoraði Daninn Mathias Jensen og kom Brentford í 3-1.

Carlos Vinicius átti eftir að minnka muninn fyrir Fulham. Þar mátti setja spurningamerki við David Raya í marki Brentford.

Lokatölur urðu 3-2 fyrir heimamenn í Brentford.

Með sigrinum styrkir Brentford stöðu sína í níunda sæti og er nú fjórum stigum á undan Chelsea. Fulham er með stigi meira en hefur þó spilað tveimur leikjum meira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

UEFA íhugar að gera aðra risastóra breytingu á Meistaradeildinni

UEFA íhugar að gera aðra risastóra breytingu á Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skrifar aftur undir í London

Skrifar aftur undir í London
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Piers Morgan öskuillur – „Þarf að hætta að koma með afsakanir og taka ábyrgð“

Piers Morgan öskuillur – „Þarf að hætta að koma með afsakanir og taka ábyrgð“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Birgir lenti í ótrúlegri uppákomu í heimsókn sinni til Argentínu – „Mér fannst þetta galið“

Birgir lenti í ótrúlegri uppákomu í heimsókn sinni til Argentínu – „Mér fannst þetta galið“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn aftur í Kópavoginn – Nú keyptur frá Val

Þorsteinn aftur í Kópavoginn – Nú keyptur frá Val
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hafnar því að hann hafi hafnað þeim

Hafnar því að hann hafi hafnað þeim
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kennir Ronaldo um að Rashford sé í rusli

Kennir Ronaldo um að Rashford sé í rusli
433Sport
Í gær

Bakslag í endurhæfingu Luke Shaw og hann getur ekki æft með liðinu

Bakslag í endurhæfingu Luke Shaw og hann getur ekki æft með liðinu
433Sport
Í gær

Nokkur fjöldi af samstarfsfólki neitar að vinna með honum – Sjáðu subbuleg skilaboð sem hann sendi á samstarfskonu

Nokkur fjöldi af samstarfsfólki neitar að vinna með honum – Sjáðu subbuleg skilaboð sem hann sendi á samstarfskonu