Nokkur Íslendingalið voru í eldlínunni á þessu mánudagskvöldi.
Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa gegn Cosenza í ítölsku B-deildinni og fór á kostum.
Kappinn lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Radu Dragusin á 33. mínútu. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks.
Albert kom Genoa svo í 2-0 með marki á 57. mínútu. George Puscas og Filip Jagiello áttu svo eftir að bæta við mörkum fyrir Genoa sem vann 4-0.
Genoa er komið upp í annað sæti deildarinnar með 50 stig, stigi á eftir Frosinone. Tvö efstu liðin fara beint upp í efstu deild.
Hörður Björgvin Magnússon lék þá allan leikinn með Panathinaikos sem vann sigur á Panetolikos í grísku úrvalsdeildinni.
Daniel Mancini og Sebastian Palacios sáu til þess að heimamenn unnu 2-0 sigur.
Panathinaikos er á toppi deildarinnar með 58 stig, tveimur stigum á undan AEK sem þó á leik til góða.
Jonas Lössl heldur áfram sætinu í marki Midtjylland og þarf Elías Rafn Ólafsson að sætta sig við bekkjarsetu á meðan.
Liðið gerði markalaust jafntefli við AaB í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Midtjylland er í sjöunda sæti deildarinnar með 27 stig, stigi frá eftir hlutanum.