fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
433Sport

Hörður og félagar á toppinn – Albert fór á kostum

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 6. mars 2023 21:35

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkur Íslendingalið voru í eldlínunni á þessu mánudagskvöldi.

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa gegn Cosenza í ítölsku B-deildinni og fór á kostum.

Kappinn lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Radu Dragusin á 33. mínútu. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks.

Albert kom Genoa svo í 2-0 með marki á 57. mínútu. George Puscas og Filip Jagiello áttu svo eftir að bæta við mörkum fyrir Genoa sem vann 4-0.

Genoa er komið upp í annað sæti deildarinnar með 50 stig, stigi á eftir Frosinone. Tvö efstu liðin fara beint upp í efstu deild.

Hörður Björgvin í leik með íslenska landsliðinu.

Hörður Björgvin Magnússon lék þá allan leikinn með Panathinaikos sem vann sigur á Panetolikos í grísku úrvalsdeildinni.

Daniel Mancini og Sebastian Palacios sáu til þess að heimamenn unnu 2-0 sigur.

Panathinaikos er á toppi deildarinnar með 58 stig, tveimur stigum á undan AEK sem þó á leik til góða.

Elías Rafn Ólafsson/GettyImages

Jonas Lössl heldur áfram sætinu í marki Midtjylland og þarf Elías Rafn Ólafsson að sætta sig við bekkjarsetu á meðan.

Liðið gerði markalaust jafntefli við AaB í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Midtjylland er í sjöunda sæti deildarinnar með 27 stig, stigi frá eftir hlutanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

UEFA íhugar að gera aðra risastóra breytingu á Meistaradeildinni

UEFA íhugar að gera aðra risastóra breytingu á Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skrifar aftur undir í London

Skrifar aftur undir í London
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Piers Morgan öskuillur – „Þarf að hætta að koma með afsakanir og taka ábyrgð“

Piers Morgan öskuillur – „Þarf að hætta að koma með afsakanir og taka ábyrgð“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Birgir lenti í ótrúlegri uppákomu í heimsókn sinni til Argentínu – „Mér fannst þetta galið“

Birgir lenti í ótrúlegri uppákomu í heimsókn sinni til Argentínu – „Mér fannst þetta galið“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn aftur í Kópavoginn – Nú keyptur frá Val

Þorsteinn aftur í Kópavoginn – Nú keyptur frá Val
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hafnar því að hann hafi hafnað þeim

Hafnar því að hann hafi hafnað þeim
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kennir Ronaldo um að Rashford sé í rusli

Kennir Ronaldo um að Rashford sé í rusli
433Sport
Í gær

Bakslag í endurhæfingu Luke Shaw og hann getur ekki æft með liðinu

Bakslag í endurhæfingu Luke Shaw og hann getur ekki æft með liðinu
433Sport
Í gær

Nokkur fjöldi af samstarfsfólki neitar að vinna með honum – Sjáðu subbuleg skilaboð sem hann sendi á samstarfskonu

Nokkur fjöldi af samstarfsfólki neitar að vinna með honum – Sjáðu subbuleg skilaboð sem hann sendi á samstarfskonu