fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
433Sport

Útskýrir af hverju Bruno Fernandes slapp við refsingu í gær

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 6. mars 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli í leik Liverpool og Manchester United í gær þegar Bruno Fernandes stjakaði við aðstoðardómara.

United heimsótti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og tapaði 7-0 í ótrúlegum leik.

Á einum tímapunkti í leiknum var reynt að halda aftur af Fernandes eftir viðskipti við Trent Alexander-Arnold.

Í kjölfarið ýtti fyrirliði United í leiknum við aðstoðardómaranum sem átti í hlut.

Fyrrum dómarinn Dermot Gallagher ræddi atvikið á Sky Sports.

„Ég hef blendnar tilfinningar gagnvart þessu. Þú vilt ekki að leikmaður grípi í dómara en ég myndi segja að dómarinn hafi gert það í meiri mæli við Bruno á undan.“

Gallagher segir þetta breyta atvikinu og ástæða þess að Fernandes var ekki refsað.

„Ég styð þetta ekki en dómarinn er í erfiðri stöðu. Ef hann hefði gert mikið úr þessu hefði Fernandes geta sagt að dómarinn hafi gripið í hann á undan.“

Gallagher telur ekki sniðugt af aðstoðardómaranum að hafa gripið í Fernandes. Hann hrósar hins vegar aðaldómara leiksins fyrir viðbrögð sín við atvikinu.

„Hann gerði mjög vel. Hann talaði við Fernandes og kom skilaboðunum áleiðis án þess að neinn tæki eftir því. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

UEFA íhugar að gera aðra risastóra breytingu á Meistaradeildinni

UEFA íhugar að gera aðra risastóra breytingu á Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Skrifar aftur undir í London

Skrifar aftur undir í London
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Piers Morgan öskuillur – „Þarf að hætta að koma með afsakanir og taka ábyrgð“

Piers Morgan öskuillur – „Þarf að hætta að koma með afsakanir og taka ábyrgð“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Birgir lenti í ótrúlegri uppákomu í heimsókn sinni til Argentínu – „Mér fannst þetta galið“

Birgir lenti í ótrúlegri uppákomu í heimsókn sinni til Argentínu – „Mér fannst þetta galið“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þorsteinn aftur í Kópavoginn – Nú keyptur frá Val

Þorsteinn aftur í Kópavoginn – Nú keyptur frá Val
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hafnar því að hann hafi hafnað þeim

Hafnar því að hann hafi hafnað þeim
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kennir Ronaldo um að Rashford sé í rusli

Kennir Ronaldo um að Rashford sé í rusli
433Sport
Í gær

Bakslag í endurhæfingu Luke Shaw og hann getur ekki æft með liðinu

Bakslag í endurhæfingu Luke Shaw og hann getur ekki æft með liðinu
433Sport
Í gær

Nokkur fjöldi af samstarfsfólki neitar að vinna með honum – Sjáðu subbuleg skilaboð sem hann sendi á samstarfskonu

Nokkur fjöldi af samstarfsfólki neitar að vinna með honum – Sjáðu subbuleg skilaboð sem hann sendi á samstarfskonu