Kelly Cates vakti mikla lukku á Sky Sports í gær. Þar stjórnaði hún umræðum eftir leik Liverpool og Manchester United.
Eins og nær allir vita vann Liverpool ótrúlegan 7-0 sigur á United á Anfield í gær.
Eftir leik sat Cates með goðsögnum beggja liða, Jamie Carragher og Graeme Souness hjá Liverpool og Roy Keane og Gary Neville hjá United.
Souness sagði að Neville hafi sagt við sig þegar slökkt var á myndavélunum að Liverpool hafi ekki spilað svo vel í gær og að úrslitin væru „stórfurðuleg“ og „út úr karakter“ fyrir lið Erik ten Hag.
Neville benti á að United hafi spilað vel í síðustu 23 leikjum. Souness sagði að United hafi ekki verið sannfærandi á þessum tíma og benti á stór töp gegn Brentford og Manchester City.
Cates, sem er dóttir Liverpool-goðsagnarinnar Kenny Dalglish, vísaði í þetta spjall þegar hún lokaði umfjöllun Sky Sports í gær.
„Liverpool vann Manchester United 7-0. Það er met fyrir þetta einvígi. Mo Salah er nú markahæsti leikmaður Liverpool í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Samt spilaði liðið ekki svo vel. Góða nótt,“ sagði Cates og gerði þar með lítið úr ummælum Neville.
Allir sprungu úr hlátri við þetta, eins og sjá má í mynbandinu hér að neðan.
Kelly Cates is class 😂😂 #LFC pic.twitter.com/QOK3yzu9eh
— Nick Murphy (@nickmurftweets) March 5, 2023