fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Íslensk kona dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi í Finnlandi – Var meðlimur í 15 manna gengi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. mars 2023 15:30

Frá miðborg Helsinki. Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk kona var í lok janúar dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi í héraðsdómi í Helsinki í Finnlandi. RÚV greinir frá þessu.

Konan er á fertugsaldri. Afbrot hennar var umfangsmikil sala á lyfinu OxyContin, sem er í grunninn sterkt verkjalyf úr flokki ópíóða en er oft misnotað sem vímuefni.  Íslenska konan er talin vera ein af fimmtán manna gengi sem seldi efnið á götum borgarinnar. Höfuðpaurinn í málinu var dæmdur í fimm ára fangelsi.

RÚV greinir frá því að rannsókn lögreglu hafi leitt í ljós að efninu var smyglað frá Eistlandi til Finnlands. Í umfjöllun ríkisfjölmiðils Finnlands um málið segir að margir af þeim sem höfðu ánetjast OxyContin hefðu misst vinnuna, glatað sparifé sínu eða neyðst til að selja eignir sínar til að fjármagna neysluna.

RÚV ræddi við Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, og staðfesti hann að borgaraþjónustu ráðuneytisins hefði borist beiðni um aðstoð vegna málsins. Sú beiðni hafi verið send áfram til sendiráðs Íslands í Helsinki. Ekki er útilokað að konan fái að afplána dóm sinn á Íslandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi
Fréttir
Í gær

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Í gær

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“
Fréttir
Í gær

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins