fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
433Sport

Manchester United með Abraham á blaði fyrir sumarið – Ein hindrun gæti staðið í vegi þeirra

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 6. mars 2023 15:00

Tammy Abraham / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru miklar líkur á að Manchester United kaupi sér nýjan framherja í sumar. Félagið hefur til að mynda mikinn áhuga á Tammy Abraham hjá AS Roma.

Erik ten Hag ætlar sér að fá inn framherja í sumar. Wout Weghorst kom á láni frá Burnley í janúar og er engin framtíðarlausn, þó svo að hann gangi endanlega í raðir United í sumar.

Abraham hefur skorað 34 mörk í 28 leikjum fyrir Roma síðan hann kom til félagsins frá Chelsea sumarið 2021. Á síðustu leiktíð hjálpaði hann liðinu að vinna Sambandsdeildina.

Klásúla er á milli Roma og Chelsea um að síðarnefnda félagið megi kaupa Abraham aftur á 67 milljónir punda og hafi þar af leiðandi forkaupsrétt á honum. Það er þó ekki þar með sagt að Graham Potter, eða sá sem verður við stjórnvölinn hjá Chelsea í sumar, hafi áhuga á að kaupa framherjann.

Njósnarar United hafa fylgst með Abraham í vetur og er útlit fyrir að hann sé á blaði hjá félaginu fyrir sumarið.

Draumur United er að fá Harry Kane og þá er Victor Osimhen einnig á óskalistanum. Ljóst er að Abraham yrði ódýrari kostur en þessir tveir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

UEFA íhugar að gera aðra risastóra breytingu á Meistaradeildinni

UEFA íhugar að gera aðra risastóra breytingu á Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skrifar aftur undir í London

Skrifar aftur undir í London
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Piers Morgan öskuillur – „Þarf að hætta að koma með afsakanir og taka ábyrgð“

Piers Morgan öskuillur – „Þarf að hætta að koma með afsakanir og taka ábyrgð“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Birgir lenti í ótrúlegri uppákomu í heimsókn sinni til Argentínu – „Mér fannst þetta galið“

Birgir lenti í ótrúlegri uppákomu í heimsókn sinni til Argentínu – „Mér fannst þetta galið“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn aftur í Kópavoginn – Nú keyptur frá Val

Þorsteinn aftur í Kópavoginn – Nú keyptur frá Val
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hafnar því að hann hafi hafnað þeim

Hafnar því að hann hafi hafnað þeim
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kennir Ronaldo um að Rashford sé í rusli

Kennir Ronaldo um að Rashford sé í rusli
433Sport
Í gær

Bakslag í endurhæfingu Luke Shaw og hann getur ekki æft með liðinu

Bakslag í endurhæfingu Luke Shaw og hann getur ekki æft með liðinu
433Sport
Í gær

Nokkur fjöldi af samstarfsfólki neitar að vinna með honum – Sjáðu subbuleg skilaboð sem hann sendi á samstarfskonu

Nokkur fjöldi af samstarfsfólki neitar að vinna með honum – Sjáðu subbuleg skilaboð sem hann sendi á samstarfskonu