Ofurtölvan geðþekka telur að Liverpool nái ekki Meistaradeildarsæti þrátt fyrir 7-0 sigur á Manchester United um helgina.
Ofurtölvan telur að Liverpool endi í sjötta sæti deildarinnar en liðið er í dag í fimmta sæti.
Liverpool hefur náð í tíu stig í síðustu fjórum leikjum í deildinni en Ofurtölvan telur að Newcastle verði í fjórða sæti deildarinnar.
Arsenal mun vinna deildina í fyrsta sinn í langan tíma en liðið er í dag með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar.
Spá Ofurtölvunnar má sjá hér að neðan.