Darwin Nunez framherji Liverpool virðist hafa ákveðið að herma eftir fagni Marcus Rashford þegar Liverpool niðurlægði Manchester United í gær.
Rashford hefur fagnað með sama hætti undanfarnar vikur með því að benda á höfuð sitt.
Nunez gerði slíkt hið sama þegar hann fagnaði einu af sjö mörkum Liverpool gegn Rashford og félögum í gær.
Framherjinn frá Úrúgvæ brosti út að eyrum þegar hann fagnaði eins og Rashford og ensk blöð fjalla um málið.
„Darwin Nunez virðist gera grín að Marcus Rashford með fagni sínu,“ segir í umfjöllun Daily Mail.
Samanburðinn má sjá hér að neðan.