Rúnar Kristinsson, þjálfari KR verður gestur í sjónvarpsþætti 433.is á Hringbraut í kvöld klukkan 20:00.
Rúnar ræðir komandi tímabil í Bestu deild karla en KR-ingar enduðu í fjórða sæti á síðustu leiktíð.
KR hefur í vetur gengið í gegnum breytingar en eldri menn hafa yfirgefið félagið en ungir og spennandi leikmenn bæst við hópinn.
Rúnar ræðir um nýjan aðstoðarmann sinn, fjármál KR og fer yfir allt það sem skiptir máli innan vallar.
Ekki missa af Rúnari Kristinssyni á Hringbraut klukkan 20:00.