Fyrrum strandblaks- og nú OnlyFans stjarnan, Key Alves, heldur því fram að brasilíska knattspyrnustjarnan Neymar, leikmaður Paris Saint-Germain hafi einu sinni beðið sig og systur sína, Keyt Alves, að stunda með sér kynmök.
Það er Goal sem greinir frá vendingunum en Key Alves, vakti athygli í heimalandi sínu Brasilíu á síðasta ári er hún greindi frá endalokum síns ferils í strandblaki þar sem hún ætlaði að hasla sér völl á OnlyFans.
Alves tók á sínum tíma þátt í raunveruleikaþættinum Big Brother og segir það hafa verið þá sem hún hafi fengið skilaboð frá Neymar, sem er af mörgum talinn einn besti knattspyrnumaður heims um þessar mundir.
„Vitiði hvað hann sagði við mig? Hann spurði hvort að við báðar gætum stundað kynmök með honum,“ sagði Alves í viðtali við Marca og bætti við svari sínu til Neymar en hún sagði nei takk.