Stuðningsmenn Manchester United reyna að finna jákvæða hluti hjá liðinu eftir 7-0 niðurlægingu gegn Liverpool í gær.
Ein er sú staðreynd að Erik ten Hag er á sínu fyrsta tímabili og haf jákvæðar breytingar verið á leik liðsins.
Liverpool valtaði yfir erkifjendur sína í Manchester United í stórleik gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur á Anfield í Liverpool, 7-0 en Liverpool var 1-0 yfir í hálfleik.
Einn stuðningsmaður United ákvað að bera saman tölfræði Jurgen Klopp, stjóra Liverpool á hans fyrsta tímabili árið 2015 og nú fyrsta tímabil Ten Hag.
Ten Hag hefur unnið 30 af 42 leikjum sínum og hefur skilað titli í hús. Liðið situr í þriðja sæti deildarinnar en Jurgen Klopp endaði í áttunda sæti deildarinnar á fyrsta tímabili Klopp.
Fyrsta tímabil Jurgen Klopp:
51 leikur, 22 sigrar.
Engir titlar
8 sæti í ensku úrvalsdeildinni
Fyrsta tímabil Erik ten Hag (Hingað til):
42 leikir 30 sigrar.
1 titill.
Eru í 3 sæti í ensku úrvalsdeildinni