Arsenal setur nú allt kapp á það að framlengja samning við Reiss Nelson sem var hetja liðsins um helgina.
Nelson verður samningslaus í sumar en Nelson skoraði sigurmark Arsenal gegn Bournemouth í uppbótatíma um helgina.
Allir aðilar vilja reyna að ganga frá samkomulagi en Nelson hefur verið í aukahlutverki á tímabilinu en komið öflugur inn.
Nelson er 23 ára gamall en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Arsenal árið 2017 en meiðsli hafa hindrað framgöngu hans.
Nelson hefur spilað níu leiki í ensku úrvalsdeildinni á ferli sínum en hann hefur skorað þrjú mörk í deildinni á þessu tímabili.