Liverpool valtaði yfir erkifjendur sína í Manchester United í stórleik gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur á Anfield í Liverpool, 7-0.
Atburðarás sem átti sér stað eftir leik, í þann mund sem leikmenn Manchester United voru að labba af velli, hefur vakið athygli.
Það er Laurie Whitwell, blaðamaður The Athletic sem greindi frá vendingunum og birti myndband, máli sínu til stuðnings.
Á myndbandinu má sjá að margir leikmenn Manchester United ætluðu sér að strunsa til búningsherbergja án þess að þakka stuðningsmönnum félagsins fyrir stuðninginn á Anfield.
Það er ekki fyrr en Steve McLaren, aðstoðarþjálfari Manchester United og fyrrum leikmaður félagsins bendir þeim á að þakka stuðningsmönnum fyrir, sem þeir fara í áttina að stuðningsmönnum.
Sjá má Raphael Varane, varnarmann Manchester United einnig beina liðsfélögum sínum í áttina að stuðningsmönnum.
Myndbandið af atburðarásinni má sjá hér fyrir neðan;
McClaren, then Varane pointed players in direction of away fans after final whistle.
Those who stayed applauded back.
An abject result amid an otherwise joyous period.#MUFC pic.twitter.com/11yQNqymST
— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) March 5, 2023