Íslenski varnarmaðurinn Guðmann Þórisson hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna. Þetta staðfestir hann í færslu á samfélagsmiðlum.
,,Hættur þessu helvítis tuðrusparki, takk fyrir mig allir,“ segir í í færslu Guðmanns.
Guðmann varð í tvígang Íslandsmeistari með FH-ingum á sínum leikmannaferli en auk FH spilaði Guðmann með liðum á borð við KA, Kórdrengi, Mjallby, Nybergsung og Breiðabliki á sínum ferli.
Alls spilaði Guðman 155 leiki í efstu deild hér á landi og skoraði í þeim leikjum átta mörk.
View this post on Instagram