fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Eyjan

Hjólar í Ragnar Þór, sakar hann um metnaðarleysi og segir hann hafa sofið á jafnréttisvaktinni – „Lítið sem ekkert sýnt þessum málefnum áhuga“

Eyjan
Laugardaginn 4. mars 2023 15:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elva Hrönn Hjartardóttir, frambjóðandi til formanns VR, fór hörðum orðum um sitjandi formann, Ragnar Þór Ingólfsson, í pistli sem hún birti á Vísi í dag.

Þar sakar hún Ragnar um að hafa vanrækt jafnréttismál og sýnt þeim málaflokk lítinn áhuga.

„Konur eru rúmlega helmingur félagsfólks og ungt fólk er langstærsti hópurinn innan VR. Með slíkan fjölbreytileika í félaginu ætti jafnréttis- og mannréttindavinkillinn alltaf að vera ein megináhersla þess og útgangspunktur í allri vinnu og orðræðu. […]

Síðastliðin ár hefur VR þó ekki staðið sig sem skyldi í þessum málaflokki enda hefur núverandi formaður lítið sem ekkert sýnt þessum málefnum áhuga. Þvert á móti má sjá metnaðarleysi hans í þessum málum endurspeglast nú síðast í kjaraviðræðunum á liðnu ári, en þar fór hann einn fyrir viðræðum ásamt framkvæmdastjóra félagsins. Tveir karlar á besta aldri að semja fyrir hönd VR, stærsta stéttarfélag landsins, þar sem rúmlega helmingur félagsfólks eru konur og meirihluti félagsfólks er ungt fólk.“

Það hafi eins ollið vonbrigðum að Ragnar Þór hafi, einn fulltrúa miðstjórnar ASÍ, hafa sett sig upp á móti stofnun sérstaks kvennavettvangs innan Alþýðusambandsins.

Kynbundið misrétti, ofbeldi og áreiti þrífist enn í ákveðinni vinnustaðamenningu og fólk verður enn fyrir fordómum á grundvelli kynhneigðar, uppruna og fötlunar, svo dæmi séu tekin.  VR gæti þarna lagt sitt að mörkum. Áður hafi félagið verið þekkt fyrir að vera framsækið og í fararbroddi þegar stór skref voru tekin í jafnréttismálum, það hafi ekki gerst undanfarið enda sé maðurinn í brúnni, Ragnar Þór, vísvitandi að berjast „gegn framgangi mála í jafnréttisbaráttunni og fer nánast eins síns liðs inn í kjaraviðræður fyrir stærsta og líklega eitt fjölbreyttasta, stéttarfélag landsins.“

Nú sé kominn tími til breytingar og bendir  Elva á kosningar til formanns og stjórnar VR sem hefjast á miðvikudaginn.

Elva minnist ekki á þriðju vaktina

Ekki eru þó allir sammála þessum yfirlýsingum Elvu því Helga Ingólfsdóttir, sem er í framboði til stjórnar VR, hefur skrifað svargrein og bendir á að Elva hafi í engu orði nefnt átak VR er varðar þriðjuvaktina svonefndu.

„Elva telur að VR hafi sofið á jafnréttisvaktinni en nefnir ekki einu orði 3ju vaktina sem er öflugt átak Jafnréttisnefndar VR undir formennsku Fríðu Thoroddsen, stjórnarkonu í VR. Herferðin um 3ju vaktina vakti svo mikla athygli að það var nefnt orð ársins.“

Þetta sé aðeins eitt dæmi af mörgum þar sem VR hafi látið til sín taka í jafnréttismálum.

Eins sé það sérstakt að sjá Elvu verða tíðrætt um að tveir karlmenn hafi farið fyrir samningaviðræðum félagsmanna í aðdraganda kjarasamninganna. Stjórn VR sé skipuð 7 konum og 7 körlum og hafi stjórnin verið formleg samninganefnd VR og taki hlutverk sitt sem slík alvarlega. Kjaramálasvið sé svo skipað öflugum starfsmönnum af báðum kynjum og svo sé viðtækt samráð haft við félagsmenn og trúnaðarráð um áherslur og forgangsröðun.

„VR hefur vakið sérstaka athygli á kynbundnu ofbeldi og áreitni með herferðum og sett fræðsluefni á heimasíðu félagsins. Sitjandi stjórn VR og Ragnar Þór Ingólfsson formaður félagsins hafa beitt sér sérstaklega fyrir því mikla ójafnrétti sem felst í mismunandi aðgengi að öruggu húsnæði og þeirri baráttu er ekki lokið. Unga fólkið okkar þarf að sjá möguleika á að geta flutt að heiman og geta framfleytt sér. VR er fjárhagslegur bakhjarl Gráa hersins í lögsókn gegn skerðingum en ójafnrétti eldri borgara er mikið þar sem skerðingar á greiðslum frá Tryggingarstofnun taka 70% af hækkun á lífeyri frá Live sem er nöturlegt fyrir eldri borgara sem ekki eiga mikinn rétt hjá sjóðnum. Laun sem duga til framfærslu er svo stærsta mannréttindamálið því þannig leggjum við grunn að sjálfstæði og reisn allra.“

Það sé svo í höndum félagsmanna að ákveða hvort tími sé kominn á breytingar, en þó bendir Helga á að stutt sé í að samningar verðir lausir á ný og séu viðræður nú þegar komnar í ákveðinn farveg. Það muni því verulega reyna á reynslu, kraft og þor stjórnar og formanns VR í næstu kjaralotu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingmaður segir „fullorðnum smábörnum“ til syndanna

Þingmaður segir „fullorðnum smábörnum“ til syndanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Friður sé með yður

Steinunn Ólína skrifar: Friður sé með yður