Roberto Firmino hefur tjáð sig í fyrsta skipti eftir að kunngert var að hann myndi yfirgefa herbúðir Liverpool að yfirstandandi tímabili loknu. Nú sé sá tímapunktur að nálgast að leiðir munu skilja.
,,Ég hef átt minn tíma hérna en nú fer að koma að þeim tímapunkti að leiðir skilji. Liverpool var það stærsta, mikilfenglegasta og sigursælasta tímabil lífs míns,“ lætur Firmino hafa eftir sér en það er Football Insider sem greinir frá.
irmino gekk til liðs við Liverpool frá þýska félaginu Hoffenheim árið 2015 og var hann þá keyptur á um 41 milljón evra.
Hjá Liverpool hefur Firmino orðið Evrópu-, Englands- og enskur bikarmeistari. Að auki vann hann enska deildarbikarinn, evrópska ofurbikarinn, heimsmeistarakeppni félagsliða og samfélagsskjöldinn með félaginu.
Firmino hefur spilað 352 leiki fyrir Liverpool til þessa, skorað 107 mörk og gefið 78 stoðsendingar.
Leikmaðurinn fékk knattspyrnuleg uppeldi í heimalandi sínu, Brasilíu og spilaði þar með Figueirense og Tombense áður en kallið kom frá Hoffenheim árið 2011. Þaðan fór hann síðan til Liverpool.
Roberto Firmino: “I’ve had my time but it’s time to go. Liverpool was the biggest, greatest, most successful time of my life together with the manager, together with my colleagues”, words reported by his agent to Football Insider. 🔴 #LFC
“It was an unbelievable journey”. pic.twitter.com/hzv5AEdERX
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 4, 2023