Það er vefmiðillinn Football Insider sem segist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að ákvörðun hafi verið tekin um framtíð sex leikmanna Manchester United sem eru allir komnir á sölulista félagsins og búist er við því að þeir yfirgefi herbúðir þess í sumar.
Það lítur allt út fyrir að fram undan sé afar þétt dagskrá hjá Manchester United á félagsskiptamarkaðnum eftir yfirstandandi tímabil. Lagt verði kapp á að fá frekari styrkingu við góðan leikmannahóp félagsins.
Hins vegar þýðir það að reynt verður að færa nokkur kunnugleg nöfn í burtu frá félaginu.
Allir þeir sex leikmenn sem Football Insider nefnir hér til sögunnar hafa spilað lítið undir stjórn núverandi knattspyrnustjóra Manchester United, Erik ten Hag.
Umræddir leikmenn eru:
Brotthvarf þeirra muni búa til pláss fyrir nýja leikmenn í leikmannahópi félagsins og afla fjármuna til að fá þessa nýju leikmenn inn.