Eyjólfur Kristjánsson kom í Íþróttavikuna með Benna Bó sem sýnd er á Hringbraut á föstudagskvöldum. Með honum var Hörður Snævar Jónsson, íþróttafréttastjóri Torgs. Þeir ræddu enska boltann og fóru um víðan völl en aðalleikur helgarinnar í enska boltanum er stórveldaslagur Manchester United og Liverpool.
Hörður benti á að það er stutt í Meistaradeildarsæti hjá Liverpool en liðið situr í sjötta sæti, sex stigum á eftir Tottenham og hefur spilað einum leik minna. „Liverpool er komið sex stigum á eftir Tottenham sem er í fjórða sæti. Þeir eiga leik til góða. Ég er eiginlega pottþéttur á því að Liverpool nái þessu Meistaradeildarsæti,“ sagði Hörður.
„Liverpool er með svo góðan mannskap. Það er ekki hægt að líta framhjá því. Maður horfir á framlínuna þeirra og ber hana saman við Manchester United sem setur norðurlandamet í hlaupi í hverjum leik. Á móti Salah, Nunez og Luis Diaz. Þetta eru flottir leikmenn og það er eiginlega furðulegt að Liverpool skuli vera á þeim stað sem þeir eru.“
Benedikt Bóas, þáttarstjórnandi, benti á að Liverpool hefði ekki fengið mikið frí en liðið spilaði alla leiki sem voru í boði á síðasta tímabili. „United hefur spilað þrjá leiki í viku. Það er búið að vera hrikalegt prógram hjá þeim. Þetta er eins og HM í handbolta,“ sagði Eyfi.
Hörður benti á að Bruno Fernandez væri búinn að spila hverja einustu mínútu og spurði sig hvenær hann myndi springa á liminu. Sagði þá Benedikt á að hann þoldi ekki þann leikmann. „Það er einhver leiðinlegasti fótboltamaður sem til er. Hann er algjörlega óþolandi.“
Eyfi greip boltann á lofti og sagði hann vera svolítið upp en stundum niður. „Hann var ekki svona mikill tuðari en hann er orðinn það í dag. Hann má aðeins fara slaka á.“