Eyjólfur Kristjánsson kom í Íþróttavikuna með Benna Bó sem sýnd er á Hringbraut á föstudagskvöldum. Með honum var Hörður Snævar Jónsson, íþróttafréttastjóri Torgs. Þeir félagar styðja báðir Manchester United en aðalleikur helgarinnar í enska boltanum er stórveldaslagur Manchester United og Liverpool.
Eyfi er búinn að halda með Manchester United síðan 1968 og lýst vel á það sem Eric Ten Haag er að gera með félagið. „Sjáðu bara síðustu tíu mínúturnar gegn West Ham. Ég meina Fred skorar. Þá er hann að gera eitthvað rétt.“ Hörður Snævar greip þá boltann á lofti og bætti við. „Þá er frosið í helvíti,“ sagði hann og hló.
„Ég sætti mig alveg við eitt af fjórum efstu sætunum. Ég held að Arsenal sé orðið meistari. Þeir eiga létt prógram eftir, allavega næstu leiki.“