Eyjólfur Kristjánsson kom í Íþróttavikuna með Benna Bó sem sýnd er á Hringbraut á föstudagskvöldum. Með honum var Hörður Snævar Jónsson, íþróttafréttastjóri Torgs.
Þeir félagar fóru yfir fréttir vikunnar en meðal annars bar á góma það sem kom fram í Handkastinu í vikunni um að klefi landsliðsins í handbolta væri hriplekur. Eitthvað sem þáttastjórnandinn, Benedikt Bóas, er ekki sáttur við. „Mér finnst það nánast dauðasynd. Það sem gerist inn í klefanum á að vera innan klefans,“ sagði hann.
Eyfi tók undir það. „Það hlýtur að vera þannig. En það er greinilega einhver mygla í gangi,“ sagði hann.
Hörður benti á að klefi Manchester United hefði lekið undanfarin ár. „Byrjunarliðin voru jafnvel farin að birtast degi fyrr ef einhver leikmaður var á bekknum. Þá var hann fljótur að koma því á umbann sinn sem lak því í bresku pressuna.
Vonandi samt lærir landsliðið af þessu og það verði hægt að taka samtalið við nýjum þjálfara. Stöndum saman og hættum að senda línur á Arnar Daða,“ sagði Hörður en Arnar Daði stýrir Handkastinu, hlaðvarpinu vinsæla.