fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
433Sport

Eyfi opnar á dulda hlið sambands síns við Stebba Hilmars – ,,Erum ekkert að elda grátt silfur“

433
Laugardaginn 4. mars 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjólfur Kristjánsson kom í Íþróttavikuna með Benna Bó sem sýnd er á Hringbraut á föstudagskvöldum. Eyfi er með stórtónleika í Háskólabíó í apríl en vegna Covid var ekki hægt að halda upp á sextíu ára afmælið fyrr en nú. Meðal gesta er að sjálfsögðu Stefán Hilmarsson en þeir félagar hafa lengi troðið upp saman.

Stefán styður Arsenal en Eyfi er gallharður Manchester United stuðningsmaður. Þeir félagar eru þó ekkert í því að stríða hvor öðrum á úrslitum sinna liða, ekki einu sinni þegar Manchester United vann Arsenal 8-2 í margfrægum leik. „Við ræðum ekkert fótbolta nema á góðum nótum. Við erum ekkert að elda grátt silfur þó hann sé Arsenal maður og ég sé Utd maður. Og ég get meir að segja sagt að ég geti vel unað við ef Arsenal vinnur titilinn. Ég er búinn að segja það lengi að Arsenal verði meistari. Þeir eiga ekkert nema skítalið eftir.“

Hörður Snævar Jónsson, íþróttafréttastjóri Torgs, sat í settinu með Eyfa og benti á að Arsenal ætti samt bæði Liverpool og Manchester City eftir. Eyjólfur var þó ekki á þeim buxunum að breyta um skoðun. „Það er einhvern tímann í apríl eða maí og þá verður titillinn kominn. Þangað til eiga þeir lið sem þeir eiga að rúlla upp.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Handbremsubeygja hjá Burnley sem eru með bestu vörn í sögu enska boltans – Sjáðu samanburðinn

Handbremsubeygja hjá Burnley sem eru með bestu vörn í sögu enska boltans – Sjáðu samanburðinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Snýr heim frá Svíþjóð og skrifar undir í Hafnarfirðinum

Snýr heim frá Svíþjóð og skrifar undir í Hafnarfirðinum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Piers Morgan öskuillur – „Þarf að hætta að koma með afsakanir og taka ábyrgð“

Piers Morgan öskuillur – „Þarf að hætta að koma með afsakanir og taka ábyrgð“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Danski markvörðurinn skrifar undir í Hafnarfirði

Danski markvörðurinn skrifar undir í Hafnarfirði
Hide picture