Það eru góðar líkur á því að Harry Kane endi sem markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Kane spilar með Tottenham en hann er einn besti framherji heims og hefur verið í mörg ár.
Kane á nóg eftir af ferli sínum en hann er fæddur árið 1993 og hefur skorað 201 mark í úrvalsdeildinni.
Englendingurinn er í þriðja sæti yfir þá markahæstu, Wayne Rooney er með 208 mörk og Alan Shearer með 260.
Ólíklegt er að Kane vilji færa sig erlendis og er talið að hann stefni að því að bæta met Shearer sem hefur staðið í mörg ár.