Það er útlit fyrir það að Rafael Leao hafi engan áhuga á að skrifa undir hjá ensku félagi.
Leao var sterklega orðaður við Chelsea á síðasta ári en hann er leikmaður AC Milan og hefur verið frábær í fremstu víglínu þar.
Leao er ekki vanur kulda en hann er Portúgali og líkar lífið vel á Ítalíu, annað en mögulega á Englandi.
Hann hefur einu sinni komi til Englands og var ekki hrifinn af veðrinu er hann mætti til landsins.
,,Ég er ekki hrifinn af veðrinu þarna, ég hef einu sinni farið til London og það var til að versla,“ sagði Leao.
,,Á Ítalíu er ég mjög hrifinn af rakarastofunum, verslunarmiðstöðunum, næturklúbbunum og matnum.“