Jack Grealish, leikmaður Manchester City, spilaði með félaginu á þriðjudag í leik gegn Bristol City.
Um var að ræða leik í enska bikarnum en Man City hafði betur sannfærandi með þremur mörkum gegn engu.
Grealish er ein af stjörnum Man City en hann kom inná sem varamaður í sigrinum og tjáði sig svo eftir leik.
Grealish sendi þar falleg skilaboð á táninginn Alex Scott sem er leikmaður Bristol og lítur upp til Grealish.
,,Uppáhalds leikmaðurinn minn er Jack Grealish – að spila gegn honum var draumur að rætast,“ sagði Scott eftir leik.
Grealish tók eftir ummælum Scott og tjáði sig um það á samskiptamiðlinum Twitter.
Top top talent 👏🏻⚽️ https://t.co/INE2qUldli
— Jack Grealish (@JackGrealish) March 1, 2023