Sadio Mane, fyrrum leikmaður Liverpool, er sannfærður um að Jurgen Klopp sé rétti maðurinn fyrir félagið.
Mane yfirgaf Liverpool í sumar fyrir Bayern Munchen en hann var lengi einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins.
Klopp hefur verið orðaður við brottför en gengi Liverpool á tímabilinu hefur verið slæmt til þessa bæði í deild og Meistaradeild.
Liverpool er 5-2 undir gegn Real Madrid í Meistaradeildinni eftir fyrri leikinn í 16-liða úrslitum og er þá í sjötta sæti úrvalsdeildarinnar.
,,Liverpool mun snúa blaðinu við. Ég er viss um að þeir muni snúa genginu við,“ sagði Mane.
,,Þeir hafa þurft að glíma við mörg meiðsli og erfið próf en Jurgen Klopp er klárlega rétti maðurinn. Hann mun koma liðinu á réttan stað. Leikmennirnir elska hann.“