Faðir Sheikh Jassim bin Hamad Al Thani, sem vill eignast Manchester United, er ekki hrifinn af hugsanlegri fjárfestingu sonar síns í félaginu.
Eigendur United, Glazer-fjölskyldan, vill selja félagið og hefur Al Thani, sem og Sir Jim Ratcliffe, lagt fram tilboð upp á 4,5 milljarða punda. Það er þó ólíklegt að fyrsta boð verði samþykkt.
Faðir Al Thani og fyrrum forsætisráðherra Katar hefur engan áhuga á knattspyrnu.
„Mér líkar ekki við þessa fjárfestingu. Kannski gengur þetta vel. Sumum sonum mínum líkar svona lagað og eru alltaf að ræða það við mig. Þeir ýta á mig en þetta er ekki mín sérgrein,“ segir hann.
Hann horfir ekki á hugsanleg kaup á United sem auglýsingu fyrir Katar.
„Ég er fjárfestir. Ef þetta verður einn daginn góð fjárfesting mun ég íhuga það. Ég mun aldrei líta á þetta sem eitthvað sem þú gerir bara til að auglýsa þig.“
Talið er að Sheikh Jassim bin Hamad Al Thani þurfi á fjárhagslegum stuðningi föður síns að halda í kaupunum á United.