fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Dómurinn yfir Sigurði Gísla stendur

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 2. mars 2023 12:30

Mynd: Afturelding

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Gísli Snorrason fyrrum leikmaður Aftureldingar má ekki spila knattspyrnuleiki á þessu ári vegna brota tengdum veðmálum.

Áfrýjunardómstóll er á sama máli og fyrri dómur um að dæma Sigurð Gísla í bann út árið 2023. Brotið varðar veðmál á leiki í Lengjudeildinni síðasta sumar þar sem Sigurður meðal annars veðjaði á leiki Aftureldingar sem hann tók þátt í.

Úr dómi áfrýjunardómstóls í máli nr. 1/2023:

„Að mati dómsins er ótvírætt að í grein 6.2. laga KSÍ sé aðilum sem falla undir lögin og taka þátt í knattspyrnuleikjum á vegum KSÍ meinað og beinlínis óheimilt að taka þátt í hvers konar veðmálastarfsemi, beint eða óbeint, í tengslum við eigin leiki og eigin mót. Í tilfelli leikmanns, þá er viðkomandi óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi í tengslum við leiki sem leikmaður er þátttakandi í. Þá sé leikmanni óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi í tengslum við þau mót sem samningsfélag leikmanns eða það lið sem leikmaður er virkur leikmaður hjá er þátttakandi í. Með vísan til þessa þá er það mat dómsins að á því tímabili sem hér er til umfjöllunar, frá 23. júlí 2022 til 4. september 2022, þá nái grein 6.2. til knattspyrnuleikja áfrýjanda með Aftureldingu í Lengjudeild karla og annarra leikja sömu deildar og annarra keppna sem Afturelding var þátttakandi í á því tímabili.“

„Gerist leikmaður uppvís að broti gagnvart grein 6.2. laga KSÍ, þá tekur dómstóllinn undir sjónarmið í hinum áfrýjaða úrskurði að slíkt feli í sér brot á grundvallarreglu sem er alvarlegs eðlis. Þó verði dómurinn, með hliðsjón af dómi áfrýjunardómstóls KSÍ í máli nr. 1/2021, að gæta þess að sönnunarkröfur fyrir aga- og úrskurðarnefnd og eftir atvikum áfrýjunardómstóli sé uppfylltar við mat á sekt áfrýjanda í fyrirliggjandi máli. Nánar tiltekið þurfi dómurinn að leggja mat á það hvort fullnægjandi líkur [comfortable satisfaction] séu á að áfrýjandi hafi gerst brotlegur við grein 6.2. laga KSÍ. Við sönnunarmat dómsins á meintum brotum er í fyrsta lagi horft til þess að áfrýjandi geri ekki athugasemdir við þá getraunaleiki sem taldir eru upp í fylgiskjali sem varnaraðili hefur lagt fram. Þá horfir dómurinn einnig til þess að áfrýjandi hafi ekki komið á framfæri sérstökum athugasemdum við né andmælt sérstaklega lýsingu á meintum brotum áfrýjanda í greinargerð varnaraðila. Í ofanálag bendi ekkert til þess í málinu að þau gögn sem veðmálafyrirtækið Pinnacle sendi til skrifstofu KSÍ gefi ranga mynd af málavöxtum.“

„Dómurinn telur, með hliðsjón af framangreindu og með vísan til forsendna í hinum kærða úrskurði, að fullnægjandi líkur séu á að áfrýjandi hafi á tímabilinu 23. júlí 2022 til 4. september 2022 sýnt af sér verknað sem falli undir það að vera þátttaka í veðmálastarfsemi í tengslum við eigin leik og eigin mót í skilningi greinar 6.2. laga KSÍ. Þykir dómnum ótvírætt að áfrýjandi hafi tekið þátt í a.m.k. fimm veðmálum í tengslum við eigin leiki og eigin mót keppnistímabilið 2022. Hafi áfrýjandi í fjögur þessara skipta sjálfur tekið þátt í umræddum leikjum með liði mfl. karla hjá Aftureldingu í Lengjudeild karla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

United skellir verðmiða á Rashford nú þegar hann er til sölu

United skellir verðmiða á Rashford nú þegar hann er til sölu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Rashford

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Rashford
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arteta vill kaupa í janúar og tekur ekki í mál að selja Jesus

Arteta vill kaupa í janúar og tekur ekki í mál að selja Jesus