Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, vakti mikla athygli með tæklingu sinni gegn Everton í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Arsenal vann öruggan 4-0 sigur á Everton á Emirates í gær.
Gabriel Martinelli skoraði tvö mörk í leiknum en Ödegaard og Bukayo Saka eitt.
Með sigrinum styrktu Skytturnar stöðu sína á toppi deildarinna og eru nú með fimm stiga forskot á Manchester City.
Það vakti mikla athygli þegar Ödeggard fór í tæklingu á Alex Iwobi í leiknum en sýndi um leið stórkostleg tilþrif.
Myndband af þessu er hér að neðan.
Almost symbolic how it was Iwobi that lost out to Odegaard. Old Arsenal vs New Arsenal pic.twitter.com/m0hD5eBitx
— Beardy McBeardface (@beardedhannon) March 2, 2023