Julian Alvarez, leikmaður Manchester City, er sagður opinn fyrir því að kveðja félagið í sumarglugganum.
Alvarez er orðinn þreyttur á að vara varamaður fyrir Erling Haaland sem er markahæsti leikmaður ensku deildarinnar.
Alvarez er 23 ára gamall en hann kom til Man City frá River Plate í Argentínu og vann HM með þjóð sinni í desember.
Haaland mun ekki missa sæti sitt í byrjunarliði Man City á næstunni og gerir Alvarez sér grein fyrir stöðunni.
Sóknarmaðurinn hefur spilað vel með Man City er hann fær tækifæri en SPORT á Spáni segir að hann hafi verulegar áhyggjur af stöðu sinni hjá félaginu.