Sigmar Vilhjálmsson, veitingamaður, er óánægður með miðlunartillögu setts ríkissáttasemjara í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, en í tillögunni felst að laun verða leiðrétt afturvirk til 1. nóvember.
Sigmar veltir því fyrir sér á Twitter hvernig veitingastaðir eigi að fara að því að greiða þessa afturvirkni enda ljóst að þeir geti ekki rukkað viðskiptavini sína um gjaldahækkanir afturvirkt.
Sigmar hefur undanfarið gagnrýnt að sérstaka veitingastaða, sem og lítilla og millistóra fyrirtækja sé ekki virt í þeim samningum em Samtök atvinnulífsins gera við stéttarfélög.
Hann stofnaði árið 2021 Atvinnufjelagið sem hagsmunasamtök lítilla og meðalstórra fyrirtækja og benti á að hagsmunir stóru fyrirtækjanna í landinu og þeirra minni fari ekki alltaf saman og þegar greini á milli þá séu hagsmunir stóru fyrirtækjanna látnir ráða för.
Horfa þurfi til sérstöðu ferðaþjónustu og veitingareksturs þar sem vinnuálagið er ekki á hefðbundnum dagvinnutíma heldur á kvöldin og um helgar.
Á dögunum gagnrýndi Sigmar grein sem birtist hjá Vísi þar sem hann sagði að að ekki yrði um villst að ein samtök fyrir allt atvinnulífið væri virkilega slæm hugmynd.
Hvernig á veitingastaður að fara að því að borga afturvirk laun? Getur hann sent viðskiptavinum sínum viðbótar reikning fyrir jólahlaðborðið í Des. Afturvirk verðhækkun? Hvaða skrípaleikur er þetta!
— Simmi Vil (@simmivil) March 1, 2023