Cristiano Ronaldo hefur verið valinn besti leikmaður mánaðarins í Sádí Arabíu en hann leikur með Al-Nassr.
Ronaldo er eitt stærsta ef ekki stærsta nafnið í boltanum og gekk í raðir Al-Nassr á síðasta ári.
Ronaldo skoraði ekkert í janúar en hefur verið frábær í febrúar og gerði átt mörk ásamt því að leggja upp tvö.
Hann hefur verið leikmaður nmánaðarins í febrúar en hann gerði þessi átta mörk í aðeins fjórum leikjum.
Ronaldo virðist ætla að taka yfir deildina í Sádí Arabíu en næsti leikur Al-Nassr er gegn Al-Batin á föstudag.