NTB skýrir frá þessu og segir að einn hópur veki sérstaka athygli í þessu sambandi. Það er er málaliðafyrirtækið Wagner en það er í eigu olígarkans Yevgeni Prigozhin. Hann hefur verið einn helsti stuðningsmaður fyrrgreindrar löggjafar og þess að hún verði hert.
Í janúar kvartaði hann hástöfum yfir að liðsmenn Wagner væru gagnrýndir af bloggurum og á rússneskum samfélagsmiðlum án þess að hægt væri að refsa þeim „seku“.
Í gær sagði leiðtogi Dúmunnar að framvegis verði opinber ummæli, sem grafa undan sjálfboðaliðum, samtökum og aðilum, sem berjast með hernum í Úkraínu, verði framvegis refsiverð.
Prigozhin hefur sjálfur verið harðorður í garð yfirstjórnar rússneska hersins og hefur meðal annars sakað Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, um landráð.
Samkvæmt fyrrgreindum lögum þá liggur allt að 15 ára fangelsi við að dreifa „fölskum fréttum“ um rússneska herinn.
Mannréttindasamtökin OVD-info segja að 5.800 Rússar hafi verið sóttir til saka á grundvelli laganna.