Í myndbandinu sést þegar gat er gert á loftið til að kanna hvað veldur þessum hljóðum. En ekki líða margar sekúndur þar til skelfing brýst út.
Loftið hrynur niður og gríðarstór flækja þriggja risastórra slanga dettur niður. Að vonum öskra viðstaddir við þetta og meira að segja skriðdýrasérfræðingurinn hörfar undan þessum stóru dýrum.
Slöngurnar reyna svo að skríða aftur upp á loft en ein þeirra er handsömuð.
En þar með er ringulreiðinni ekki lokið því þegar reynt er að draga metra langa slönguna út úr húsinu berst hún svo kröftulega á móti að hún rústar herberginu.
En sjón er sögu ríkari!
They were hearing strange noises above them while sleeping at night… pic.twitter.com/P1KbxDhnPh
— Fight Haven (@FightHaven) February 13, 2023