Það sem um ræðir er súmmeríska höll í hinni fornu borg Girsu í því sem nú er Írak. Höllin er 4.500 ára og er talin geta verið lykillinn að mikilvægum upplýsingum um fornt menningarsamfélag.
Þar voru breskir og íraskir fornleifafræðingar sem fundu höllina á síðasta ári að sögn The Guardian.
Auk hallarinnar og annarra bygging fundust rúmlega 200 fleygrúnar töflur með ýmsum stjórnsýsluupplýsingum um hina fornu borg.
Rey sagði að þegar hann hafi fyrst skýrt frá verkefninu á alþjóðlegri ráðstefnu hafi enginn trúað honum. Hann hafi bókstaflega fengið að heyra að hann væri að ljúga og eyða peningum Britisth Museum og breskra stjórnvalda.
Girsu, sem er ein elsta þekkta borgin í sögu mannkynsins, var byggð af Súmmerum. Þeir fundu upp ritmál einhvern tímann á tímabilinu frá 3500 til 2000 fyrir Krist. Þeir byggðu fyrstu borgirnar og gerðu fyrstu lagasöfnin.
Borgin fannst fyrst fyrir 140 árum en síðan hafa þjófar herjað á hana og ólöglegur uppgröftur hefur farið fram þar.