Fyrir 50 milljónum ára gekk risamörgæsin Kumimanu fordycei um á jörðinni. Dýr af þessari tegund vógu um 154 kg og eru því stærstu mörgæsirnar sem sögur fara af.
Það voru vísindamenn sem komust að þessu við rannsóknir á steingervingum sem fundust nýlega á Nýja-Sjálandi. Live Science skýrir frá þessu.
Vísindamenn fundu steingervinga dýra af þessari tegund og átta tegunda til viðbótar í kletti á strönd á Nýja-Sjálandi.
Þeir mátu þyngd dýranna út frá beinum þeirra og báru þau saman við þær mörgæsategundir sem nú eru uppi.
Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Journal of Paleontology.