Tilraunir á músum lofa góðu því þetta virkaði á þær. Fljótlega verður þetta efni, sem heitir TDI-11861, prófað á kanínum og síðan kemur röðin að körlum.
BBC skýrir frá þessu og segir að efnið sé mjög ólíkt þeim getnaðarvarnarpillum sem eru notaðar af konum. Ástæðan er að hormónar eru ekki notaðir í þeim eins og í núverandi pillum.
Efnið virkar aðeins í skamman tíma og sæðisfrumurnar missa getuna til að synda einni klukkustund eftir að lyfið er tekið. Segir BBC að eftir það séu um þrjár klukkustundir til ráðstöfunar til að klára ástarleikinn áður en sæðisfrumurnar fá sundhæfileikann á nýjan leik.
Það sama gildir um þetta efni og getnaðarvarnarpillur kvenna, það veitir ekki vörn gegn kynsjúkdómum.
Anders Rehfeld er læknir á danska ríkissjúkrahúsinu og vinnur við rannsóknir á getnaðarvörnum fyrir karla. Í samtali við Danska ríkisútvarpið sagði hann tilraunin sé mjög spennandi. „Þetta lofar mjög góðu og er mjög spennandi,“ sagði hann.
Hann sagði að það áhugaverða í þessu sé að slökkt sé á ensími i sæðisfrumunni en þetta ensím er nauðsynlegt fyrir hana og er ekki til staðar annars staðar í líkamanum. Það dregur úr líkunum á aukaverkunum og raskar ekki hormónajafnvæginu.