fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Fyrsta breska barnið sem fékk genameðferð við banvænum erfðasjúkdómi er „ánægt og heilbrigt“

Pressan
Laugardaginn 4. mars 2023 19:00

DNA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk stúlka, Teddi, varð nýlega fyrsta breska barnið til að fá genameðferð við metachromatic leukodystrophy (MLD) sem er banvænn erfðasjúkdómur. Áður höfðu börn þó fengið genameðferð í tilraun með slíkar lyfjameðferðir en þetta var í fyrsta sinn sem aðferðin var notuð utan tilraunar.

Live Science segir að nú séu rúmlega sex mánuðir síðan Teddi gekkst undir meðferðina og sé hún nú hamingjusamt og heilbrigt barn sem sýni engin merki um hinn hræðilega sjúkdóm sem hún fæddist með.

MLD raskar getu fruma líkamans til að brjóta ákveðið efni í líkamanum niður en þetta efni einangrar leiðslurnar sem liggja í gegnum hvíta efni heilans og stóran hluta taugakerfisins utan heilans.

Ef þetta efni, sem heitir sulfatide á ensku, safnast fyrir í líkamanum eyðileggur það heila- og taugafrumur og veldur þannig hugrænum vandamálum, eyðileggur hreyfigetu sjúklinganna, veldur flogum, lömun og blindu. Að lokum dregur sjúkdómurinn sjúklinginn til dauða.

Teddi og systir hennar Nala, sem er þriggja ára, greindust með MLD í apríl á síðasta ári að sögn breskra heilbrigðisyfirvalda. Nala getur ekki farið í genameðferðina, þar sem lyfið Libmeldy er notað, vegna þess að hún hefur þegar þróað með sér sjúkdómseinkenni.

En Teddi var gjaldgeng í meðferð og voru stofnfrumur teknar úr henni í júní og síðan fékk hún nýjar og endurbættar stofnfrumur í ágúst.

Lyfjastofnanir í Bretlandi og ESB hafa heimilað notkun Libmeldy. Breska lyfjaverðnefndin heimilaði ekki notkun lyfsins vegna þess hversu dýrt það er en það kostar 3,4 milljónir dollara en það svarar til tæplega 500 milljóna íslenskra króna. Framleiðandi lyfsins, Orchard Therapeutics, bauð þá lyfið með mjög miklum afslætti og féllust bresk heilbrigðisyfirvöld á það tilboð og fór Teddi í meðferðina í kjölfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi