Almenna reglan er að það sem inniheldur edik, sykur, salt og alkóhól þarf ekki að geyma í ísskáp. Á hinn bóginn er reglan að geyma á sósur, sem innihalda mjólkurvörur, í ísskáp.
Today.com ræddi við Lauren Feingold, næringarsérfræðing, um hvað á að geyma í ísskáp og hvað ekki.
Hún sagði að almenna reglan sé að geyma eigi sósur á borð við tómatsósu, sinnep og sterkar sósur í skápum, það sé engin þörf á að geyma þær í ísskáp nema þær séu notaðar mjög sjaldan. Tómatsósa geymist í mánuð utan ísskáps og sinnep í tvo mánuði sagði hún.
En sumt þarf alltaf að geyma í ísskáp. Það segir sig auðvitað sjálft að mjólkurvörur eru þar á meðal og sósur sem innihalda rjóma eða jógúrt. Majónes er búið til úr eggjum og á að geyma í ísskáp.
Hnetuolíur og möndlu- og sesamolíur eiga líka að fara í ísskápinn sagði Feingold.
Sultur og þess háttar vörur innihalda sykur og þola því geymslu utan ísskáps en það eru samt sem áður mistök að geyma þessar vörur ekki í ísskápnum sagði Feingold. Ástæðan er að það eykur endingartíma þeirra mikið að vera í ísskáp.