Þetta sagði Annika, sem býr í Svíþjóð, eftir að hafa fundið þennan undarlega hlut.
Expressen segir að hluturinn hafi verið í Tupperware skál og hafi einna helst líkst blöndu af kattafeldi og rauðri hárkollu.
„Ég varð steinhissa þegar ég sá hárskrímslið. Þessu átti ég ekki von á,“ sagði hún.
Skálinn var alveg innst í ísskápnum og varð Annika að hugsa langt aftur í tímann til að átta sig á að þetta hlutu að vera afgangarnir af hrísgrjónagraut sem var eldaður um jólin. Hann hafði einfaldlega safnað hári!
Hann hafði gleymst í ísskápnum síðan í desember og auðvitað farið að mygla á endanum með þeim afleiðingum að hann varð ansi loðinn eins og sjá má á myndinni.