fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Þessar matvörur mega alls ekki fara í ísskáp

Pressan
Sunnudaginn 5. mars 2023 20:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sum matvæli eiga alls ekki að fara í ísskáp og skiptir þá engu þótt það virðist vera góð hugmynd að setja þau í ísskáp.

Mirror veitti góð ráð, í samvinnu við Good Householding Institute, um hvað á ekki að fara í ísskápinn.

Brauð á ekkert erindi í ísskáp því það þornar þá fljótt og verður ansi óspennandi. Það á að geyma það á köldum og þurrum stað, til dæmis í brauðkassa.

Melónur eiga ekki að fara í ísskápinn fyrr en búið er að skera þær. Þá þarf að pakka þeim inn í filmu og setja í ísskáp.

Bananar eru ávöxtur úr hitabeltinu og ekki vanir kulda. Þeir hafa því enga vörn gegn kuldanum í ísskápnum.

Tómatar eiga best heima í ísskáp er eflaust mat margra en það er ekki rétt. Ástæðan er að þegar tómatar eru kældir skemmist himnan inni í þeim og þá breytist áferðin og bragðið.

Kartöflur eiga alls ekki að fara í ísskáp því sterkjan í þeim breytist í sykurtegundir í kuldanum. Þegar kartöflurnar eru síðan soðnar eða bakaðar breytast þessar sykurtegundir  í bland við amínósýru í efnið akrýlamíð sem getur verið krabbameinsvaldandi.

Hunang byrjar að kristallast við lágt hitastig og í staðinn fyrir dásamlegt fljótandi hunang fær maður stífan og þéttan massa.

Lauk á að geyma á þurrum og dimmum stað sem loftar vel um en það má ekki vera kalt á honum. Þess utan berst laukbragð í önnur matvæli ef hann er geymdur í ísskápnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin