Þessar spurningu var nýlega varpað fram á vef LiveScience. Þar kemur fram að til að byrja með verði að hafa í huga að ekki séu allar mýs eins. Þær séu fjölbreyttur hópur með marga undirhópa, eins og hagamýs og húsamýs. Sérhver tegund er vön ákveðnum búsetuskilyrðum.
Megan Phifer-Rixey, þróunarlíffræðingur við Drexel University í Philadelphia, vinnur að rannsóknum á músum. Hún sagði að mýs séu ekki sérstaklega matvandar. Húsamýs éti til dæmis allt sem þær ná í, þar á meðal ost en hann sé ekki uppáhaldsmaturinn þeirra. Það sem þær virðist elska sérstaklega mikið sé hnetusmjör. Það innihaldi mikið af prótíni og fitu sem sé eitthvað sem músum líkar vel við.