Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar að sögn Live Science sem segir að stærstu stjörnurnar í dag séu um 100 sinnum stærri en sólin okkar.
En á árdögum alheimsins voru margar svona risastórar stjörnur en þær lifðu hratt og dóu mjög ungar að því er segir í rannsókninni.
Fyrst eftir Miklahvell voru engar stjörnur í alheiminum. Hann var ekkert annað en heit gassúpa, nær eingöngu myndaður af helíum og vetni. En á nokkur hundruðum milljónum ára safnaðist gas upp í sífellt þéttari efnismassa. Í dag hrynja slíkir efnismassar hratt saman og mynda stjörnur. Ástæðan er að í dag hefur alheimurinn svolítið sem hann hafði ekki fyrst eftir Miklahvell, það er mikið af efnum sem eru þyngri en helíum og vetni.